Bonatti línan frá Salomon
Brynjar2022-06-01T09:59:36+00:00Bonatti línan frá Salomon er hlaupa- og göngufatnaður og fylgihlutir sem eru gerðir fyrir erfiðar aðstæður og eru ýmist bæði vatns- og vindheld eða vindheld og vatnsfráhrindandi allt eftir hvað hentar fyrir aðstæður hverju sinni.
Bonatti WP
Verandi aðeins 150 grömm en samt með 10.000mm vatnsheldni og 10.000g/m²/24h öndun gerir þetta að einum fjölhæfasta jakka sem þú getur fundið. Hann pakkast inn í brjóstvasann svo það fer mjög lítið fyrir honum í hlaupavestinu/bakpokanum. Hann er í þægilegu sniði og „Ripstop“ hönnunin og styrktir saumar tryggja langa endingu.
Bonatti Trail
Er tæknilegasti jakkinn frá Salomon til þessa og er gerður úr PERTEX® efni sem gerir hann aðeins 195 grömm en samt með 20.000mm vatnsheldni og 20.000g/m²/24h öndun. Hann er í mjög þægilegu sniði og með sérsniðið bak sem gerir það að verkum hægt er að fara í hann utanyfir allt að 12L hlaupavesti. Þá er hann fullur af litlum smáatriðum til að tryggja þægindi þín við hvaða hreyfingu sem er!
-
-
Fatnaður, Hlaup, Jakkar, Karlar, Utanvegahlaup, Útivist, Við mælum með
BONATTI TRAIL JACKET
36.990 kr.
Bonatti Cross FZ Hoodie
Þegar lognið fer á hraðferð er þessi jakki á heimavelli. Hann er mjög léttur eða aðeins 134 grömm. Hann er með vatnsfráhrindandi filmu og endurskynsrönd á bakinu. Sniðið er hannað með hreyfingu í huga og er bakið úr teygjanlegu efni sem andar mjög vel.

Bonatti WP Mitten
Frábær lúffa fyrir vörn og þægindi í óútreiknanlegum aðstæðum. Bonatti vatnshelda skel lúffan er úr sama efni og Bonatti Trail jakkinn, PERTEX® sem þýðir framúrskarandi öndun og vatnsheldni. Þá er hægt að fletta lúffunni af yfir fingurna ef þarf. Verandi aðeins 33 grömm ættu þeir alltaf að komast með.
Bonatti WP Pant Unisex
Skúrir, hvað með það? Vindhviður, jafnvel betra! Bonatti vatnsheldu buxunum er alveg sama hvernig veðrið er og þér ætti að líða eins í þessum léttu vatnsheldu buxum sem anda mjög vel. Þær eru eingöngu 123 grömm með 10.000mm vatnsheldni og 10.000g/m²/24h öndun. Þær eru með rennilás að neðan svo það er
Bonatti WP Five P Cap
Bonatti vatnshelda derhúfan er gerð úr sama efni vatnshelda efni og Bonatti jakkinn en það auk límdra sauma tryggir að þú verðir ekki blaut/ur á hausnum. Húfan er einungis 57 grömm og þrátt fyrir vatnsheldnina andar hún mjög vel sem gerir að verkum að hún er mjög fljót að þorna þegar rigningin er gengin yfir.