Kahtoola Nanospikes | Hálkubroddar hlaup

Kahtoola Nanospikes | Hálkubroddar hlaup

7,995 kr.

Nanospikes hálkubroddar fyrir hlaupara

Description

"Ég prófaði NANOSPIKE broddana í gær á Esjunni. Það var stíf NA-átt og margbreytilegt undirlag. Ég setti broddana upp á bílastæðinu til að prófa hvernig þeir virkuðu á grófu malarundirlagi. Það var mjög góð tilfinning að arka á hörðu malarundirlaginu og ég fann ekki fyrir að vera með broddana undir. Ofar í fjallinu var svell, harðfenni og pakkaður snjór. Það er skemmst frá því að segja að ég var mjög öruggur með NANOSPIKE, bæði á uppleiðinni og einnig á niðurleiðinni. Ég lét aðeins reyna á þá þar sem var hált í halla og ég skrikaði ekkert. Þannig að niðurstaðan er að þetta er algjör snilldargræja sem ég mæli hiklaust með við vetraraðstæður. Ég bíð spenntur eftir meiri vetri til að prófa að hlaupa á þeim á glerhálum stígum!
Birgir Sævarsson"