Ný sending frá Lowe alpine – 50 ára afmælispokar

Eitt af flaggskipum okkar er Lowe alpine en það eru vörur sem koma frá Bretlandi. Lowe alpine sérhæfir sig í bakpokum. Lowe alpine er 50 ára á þessu ári en í tilefni þess komu á markað mikið af bakpokum sem eru í afmælisútgáfu.  Árið 1967 var stofnandi Lowe alpine í þeirri stöðu að finna sér ekki „rétta“ bakpokann, hann bjó hann því til sjálfur. Pokar Lowe alpine eru í senn fyrir kröfuharða útivistar- og ævingtýra menn og konur sem vilja bakpoka sem sitja vel, þægilegt er að hreyfa sig með pokana án allrar þvingunar og allir pokar Lowe alpine standast þannig kröfur að þá er hægt að nota í allskonar aðstæðum, lands- og loftsslagi.

Bakpokarnir hafa fengið allskonar viðurkenningar og hlotið lof fyrir tæknilega poka, en það má nefna að hönnun á baki á pokunum hefur oftar en ekki verið valin til verðlauna erlendis. Nýja línan frá Lowe alpine er komin í Ármúlan svo ef útivistarfólk þarf á að halda góðan bakpoka, hvort sem það er 10L pokar eða upp í stóra bakpoka eins og  75L þá er það til hjá okkur og allar stærðir þar á milli.

Sumarið er tíminn og það byrjar vel. Við hjá Íslensku ölpunum viljum minna fólk á að  nýta tímann vel, skipuleggja sig fyrir næstu mánuði. Þannig verður mest úr íslenska sumrinu. Auðvitað er alltaf skemmtilegast að hafa góðan búnað, góðan og hlýjan fatnað sem hentar okkar íslensku veðráttu sem getur verið skin og skúrir eða sól og jafnvel allt í bland á hverri stundu.

 

Sjáumst hress!!

Comments are closed.