Hreyfing – Kraftur – Ánægja

Íslensku Alparnir er verslun sem sérhæfir sig í öllu til útivistar. Hvort sem þú ætlar að leggja á þig að klífa upp fjöll, fara í útilegu eða lautarferð með fjölskylduna.  Íslensku Alparnir fluttu í Ármúla 40 seint á síðasta ári. Við nýtum því í dag húsnæði með hjólaversluninni Markinu. Í húsinu er einnig golfverslun svo í Ármúlanum er líf og fjör.

Í mörg ár hefur verslunin verið í farabroddi með merki sem höfða bæði til þeirra sem vilja fara í erfiðari og kröfuharðari ferðir en einnig til ævintýra þar sem minna flókins búnaðar eða fatnaðar er krafist.

Franska Salomon vörumerkið er eitt af okkar flaggskipum enda uppruni þess frá einum fallegasta stað frönsku alpana, Annecy. Ástríðan frá stofnendum fyrirtækisins á sínum tíma, skilar sér í öllum vörum sem við bjóðum upp á frá Salomon. Hvort sem um er að ræða skóbúnað eða fatnað þá líður fólki vel í þeirra hönnun. Oft er um að ræða fatnað eða búnað sem er frekar tæknilegur en þó þannig að þetta eru vörur sem henta öllum. Fólk upplifir ákveðið frelsi en einnig finnur það til þess að áskorunin um að taka þátt í hlaupi eða skella sér upp á næsta fjall er öllum sem vilja, möguleg. Við bjóðum upp á vandaða skó frá Salomon sem henta bæði til fjallgöngu, út á göngustígana, í hlaupin og allt þar á milli. Sumarlínan frá Salomon í fatnaði, skóm og búnaði er umfram allt þægileg, smart og í takt við kröfur okkar neytenda. Slagorð Salomon er „Now, it’s time to play“ en það á vel við í íslenskri náttúru þar sem við höfum alla þá fegurð í kringum okkur sem við gætum óskað okkur.

Skemmtilegt frá CMP

Það er skemmtilegt að segja einnig frá ítalska merkinu CMP en það eru vörur sem við höfum haft í sölu núna í á þriðja ár. CMP er með vandaðar gæðavörur, við seljum frá þeim fatnað til útivistar og daglegra nota. Ást Ítalana á náttúrunni og lífinu úti við varð þeirra hvating til þess að bjóða upp á vörur fyrir alla á verði sem allir geta verslað. Neytendur okkar hafa verið hæst ánægðir með verðlagið á CMP vörunum en það er skemmtilegt að geta selt vöru sem er í háum gæðum á hagstæðu verði.

 

Ódýrari vörur en mjög góðar vörur

Við viljum líka ítreka það að margar af okkar vörum eru mun ódýrari í dag en þær hafa verið hér á árum áður. Það hefur komið til vegna þess að við höfum að sjálfsögðu leyft viðskiptavinum okkar að njóta þess með okkur að tollar voru afnumdir og hagstæðara hefur verið að versla inn undanfarið en oft áður.  Mikilvægt er að neytendur átti sig á þessu en sem dæmi má nefna að við lækkuðum eina tegund af gönguskóm úr 49.995 kr í 39.995 kr.- það munar nú um minna.  Annað dæmi er að Speedcross skór sem er sú týpa sem við seljum hvað mest af í flokknum utanvega hlaupaskór þeir voru hjá okkur á 29.995 kr en í dag eru þeir á 19.995 kr.- svo þessi tvö dæmi sýna að lækkun á vöruverði er veruleg hjá okkur.  Ef við höldum áfram að sýna fram á góð verð þá má nefna að sumarbuxur frá CMP hafa verið undanfarin sumur hjá okkur á 12.995 kr sem þykir mjög gott verð.  Enda er ásóknin í þessar vörur slík að við getum öll verið yfir okkur ánægð með viðtökurnar.

Við erum í sumarskapi!

Comments are closed.